Microbar

Microbar er staðsettur í Austurstræti 6 í Reykjavík. Þar má að jafnaði finna 4-5 kranabjóra frá Gæðingi, auk bjóra frá Ölvisholti, Kalda og Steðja. Á Microbar er einnig að finna mikið úrval erlendra bjóra á flöskum. Microbar er að auki tilraunaeldhús Gæðings, þar sem við seljum u.þ.b. einn tilraunabjór í mánuði á krana.

micro2

Fylgdu Microbar á Facebook

Við fengum sendingu frá vinum okkar hjá NORTHERN MONK BREW Co. í gær. Nokkrir brakandi ferskir IPA, m.a. Eternal Session (4,1%), Heathen (7,2%) og Slamdank (7,4%), Sæsoner DDH Farmhouse Pale (5,6%) og Strannik Imperial Stout (9,0%). Northern Monk er mjög virt brugghús frá Leeds á Englandi og til marks um gæðin má nefna að það hefur bruggað samstarfsbjóra með aðilum eins og Against The Grain Brewery, Alefarm Brewing, Bissell Brothers, Cloudwater Brew Co og Other Half Brewing Company. Þá má einnig benda á að Northern Monk er með 99/100 brewer rating á RateBeer. Við fengum líka þónokkra kúta sem fara undir á næstu dögum og vikum. ... See MoreSee Less

View on Facebook